Ludus.is - Lúxus fyrir þinn lífsstíl

Um vefverslun Ludus.is

Lúdus ehf rekur vefverslunina Ludus.is 

Kennitala: 641120-0300
VSK-númer: 139452

Lúdus ehf var formlega stofnað í nóvember 2020 en hóf starfsemi í apríl 2021. Nafnið Ludus er tekið úr latínu með skírskotun í íþróttir og hreyfingu.

Við sérhæfum okkur í að kynna ný vörumerki á íslenskum markaði fyrir áhugafólk um allskyns hreyfingu og almenna vellíðan. Við munum hægt og rólega bæta við vöruúrvalið og okkar stefna er á að hjá okkur finnist íþróttafatnaður, afþreyingarfatnaður, sundfatnaður og  aukahlutir fyrir hreyfingu í góðu úrvali. Hjá okkur er að finna íþróttaföt í miklu úrvali svo sem leggings, stuttubuxur, íþróttatoppar, hettupeysur, bolir og joggingbuxur. Þá eru sundföt fyrir dömur í miklu úrvali bæði sundbolir og bikiní.

Við leggjum mikla áherslu á að bjóða uppá samkeppnishæf verð og ef vörurnar okkar væru pantaðar beint erlendis frá. Við viljum með því tryggja íslenskum markaði aðgang að þeim vörum nema með mun hraðari afgreiðslu.

Við leggjum þannig mikla áherslu á hraða afhendingu á vörum og með samstarfi okkar við TVG Express og Base Sendingu tryggjum við að hraða og örugga afgreiðslu pantana þar sem 85% okkar pantana eiga að berast samdægurs sem fer þó eftir staðsetningu viðskiptavinar og hvenær dags pantað er.

Við leggjum einnig áherslu á góða þjónustu við landsbyggðina og bjóðum íbúum á landsbyggðinni einnig uppá fría afhendingu líkt og höfuðborgarbúum þegar valið er að sækja á afhendingarstaði TVG Express. Þannig teljum við okkur stuðla að jafnræði milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Heimsending er því miður aðeins í boði í ákveðnum póstnúmerum á landsbyggðinni eins og er. Við hvetjum viðskipavini á landsbyggðinni til að kynna sér vel afhendingarstaði TVG Xpress og Flytjanda.

Við viljum stuðla að auknu samtali við neytendur og einnig stuðla að meiri réttindum kaupenda á íslenskum neytendamarkaði. Við viljum hvetja neytendur og notendur Ludus.is til að stuðla að framförum í verslun á Íslandi með okkur. Neytendur geta gert slíkt með því að benda okkur á hvar við getum bætt þjónustu okkar við þig, hvar við getum bætt okkar vöruúrval, sent okkur aðrar ábendingar eða aðstoðað okkur við að ná okkar markmiðum.

Okkar stefna er að bjóða uppá nýjunar á íslenskum neytandamarkaði og fá neytendur í lið með okkur. Við einsettum okkur t.d. frá byrjun að leggja aukna áherslu að sendingum okkar yrði dreift á afhendingarstaði TVG Xpress þar sem neytendur geta nálgast sendingar nálægt heimili, vinnu eða skóla. Kostir slíkrar fjöldreifingar geta meðal annars skilað sér í minna umferðarálagi og minni mengun. 

Þá bjóðum við einnig uppá endurgreiðslur og stuðlum þannig að því að viðskiptavinir geti t.d. fengið endurgreitt ef þeir hafa fengið gjöf frá okkur sem einfaldlega hentar ekki eða ef þeir eiga hreinlega samskonar eintak fyrir. Viðskiptavinir geta svo aðstoðað okkur með því að koma vörum sem þarf að skila eða skipta tilbaka til okkar fljótt og örugglega.

Ludus stefnir að því að hljóta nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki ársins svo fljótt sem verða má og kýs að velja sér samstarfsaðila sem hlotið hafa þá viðurkenningu þar sem þess er kostur.

Ef við getum aðstoðað á einhvern hátt, endilega hafðu samband við okkur. Okkar markmið er að veita neytendum framúrskarandi þjónustu.