Ludus.is notast sjálfkrafa við allar vefkökur nema notandi kjósi að breyta stillingum fyrir vefkökur. Með breytingum á stillingum vafrakaka, geta möguleikar einstaklinga á notkun netverslunar Ludus.is takmarkast.
HVAÐ ERU VEFKÖKUR?
Vefkaka eru samansafn upplýsinga sem er hlaðið niður á tölvuna þína, snjalltæki eða annan búnað sem er notaður til að heimsækja heimasíðu Ludus.is. Vefkökur geta flokkast á ýmsa vegu en þeir yfirflokkar á vefkökum sem eru notaðir á vefsíðu Ludus.is eru:
Nauðsynlegar vefkökur
Vefkökur fyrir vefmælingar og vefgreiningar
Vefkökur fyrir auglýsingar og markaðssetningu
Vefkökur fyrir samfélagsmiðla og miðlunarefni
Vefkökur geta gert vefupplifun þína betri með því að leyfa síðunni að muna þitt val og þínar aðgerðir. Með geymslu slíkra upplýsinga er óþarfi fyrir þig að slá aftur inn upplýsingar í hvert sinn sem þú heimsækir vefsíðuna eða flakkar milli undirsíðna. Vefkökur veita einnig upplýsingar um hvernig notendur nota vefsíðuna, t.d. hvort þeir séu að heimsækja hana í fyrsta sinn eða hvort þeir séu reglulegir gestir.
Vefkökurnar eru ýmist notaðar fyrir tilteknar þjónustuleiðir eða til þess að safna tölfræðilegum upplýsingum til að bæta netverslun Ludus.is. Vefkökur hafa misjafnan gildistíma og sumar vefkökurnar eru tímabundnar og hverfa því þegar notandinn fer af vefsvæðinu en aðrar haldast lengur inni. Viðvarandi vefkökur vistast á tæki notandans og muna val og/eða aðgerðir hans á vefsvæðinu og muna því fyrri aðgerðir til að gera notandanum auðveldara fyrir að vafra um vefsvæðið. Að auki eru notaðar staðbundnar vefkökur sem eru tengdar tilteknum markaðsherferðum og hverfa þegar herferðunum lýkur.
Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vefkökum en hægt er að stilla þá þannig að neytandi þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt neytandi kjósi að leyfa ekki vafrakökur getur neytandi samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu Ludus, þar á meðal verslunarkerfið.
Vefkökur sjá um að skrá upplýsingarnar og geta þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar slökkt á notkun vefkakna fyrir auglýsingar og markaðsetningu, en notendur samþykkja sjálfkrafa að öðru leyti notkun á vefkökum bregðist þeir ekki við með því að breyta stillingum fyrir vefkökur. Með því að samþykkja notkun á vafrakökum í vefverslun Ludus.is samþykkir neytandi að Ludus safni upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum.