Íþróttavöruverslun Ludus.is - um okkur

Ludus.is (Lúdus ehf) er íþróttavöruverslun sem var formlega stofnuð í nóvember 2020 en hóf starfsemi í apríl 2021 fyrst sem vefverslun. 

Vegferð okkar hófst eftir að hafa komist í kynni við SQUATWOLF vörumerkið og settum við okkur í samband við fyrirtækið og þannig byrjaði ævintýrið okkar.

Hvað þýðir Ludus?

Nafnið Ludus er tekið úr latínu með skírskotun í íþróttir og hreyfingu (e. Ludus meaning i.e.: play, game, sport, training) og er náskylt orðinu Lúdó sem flestir Íslendingar tengja við.

Fyrir hvað stöndum við?

Hröð afhending
Eftir að hafa pantað íþróttavörur árinu fyrir stofnun Ludus sem tók þrjár vikur að berast og varð að mislukkaðri jólagjöf, þá áttuðum við okkur á því að þjónusta við viðskiptavini væri ekki nægilega góð þegar kemur að vefverslun og vöruafhendingum.

Við leggjum því afar mikla áherslu á hraða afhendingu pantana og sendum pantanir alltaf næsta virka dag eftir að pöntun berst. Ef það tekst ekki á miklum álagstímum látum við viðskiptavini vita ef um töf er að ræða.

Samkeppnishæf verð
Við leggjum mikla áherslu á að bjóða uppá samkeppnishæf verð og ef vörurnar okkar væru pantaðar beint erlendis frá. Við viljum með því tryggja íslenskum markaði aðgang að þeim vörum nema með mun hraðari afgreiðslu.

Vandaðar vörur
Við sérhæfum okkur í að kynna ný og spennandi vörumerki á íslenskum markaði fyrir áhugafólk um alhliða hreyfingu og heilbrigðs lífsstíls. Því til viðbótar bjóðum við einnig upp á vandaðan fatnað sem Íslendingar þekkja vel.

Við leggjum mikið uppúr því að bjóða einungis upp á vandaðan fatnað sem viðskiptavinir eru ánægðir með.
Persónuleg þjónusta
Við viljum að viðskiptavinir séu ánægðir bæði með vörurnar og þjónustuna okkar. Við aðstoðum þig við að finna réttu vörurnar í verslun okkar og við svörum öllum fyrirspurnum sem okkur berast á tölvupósti, samfélagsmiðlum eða í síma eins fljótt og verða má til að tryggja góða upplifun viðskiptavina okkar.
Ánægðir viðskiptavinir
Það sem við stöndum fyrir er góð upplifun viðskiptavina og trúum því að ekkert sé betra en ánægðir viðskiptavinir. 
Við sendum viðskiptavinum okkar beiðni um að gefa þjónustu okkar einkunn að lokinni pöntun til að vakta það sífellt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir.
Við viljum einnig gjarnan heyra frá viðskiptavinum ef þeir telja að við getum staðið okkur betur og ávallt má senda okkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla eða í gegnum form á vefsíðunni.

Smelltu hér til að skoða vörumerkin okkar

Lúdus ehf.
Kennitala: 641120-0300
Reikningsnúmer: 0133-26-001428
VSK-númer: 139452