Afhendingarmátar
Já, hægt er að sækja vörur til okkar í verslun á opnunartíma: Opnunartímar
Við sendum vörur hvert á land sem er að því leyti sem áfangastaðir samstarfsaðila okkar leyfa.
Sjá afhendingarmáta
Því miður getum við ekki sent vörur utan Íslands vegna viðskiptasamninga við okkar birgja.
Allar pantanir eru afhentar á 0 -3 virkum dögum en fer eftir staðsetningu þinni og hvenær dags er pantað.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorningu skila sér á 0 - 1 virkum dögum
Pantanir á landsbyggðinni skila sér á 1 - 3 virkum dögum sem fer eftir staðsetningu
Við áskiljum okkur lengri rétt til afhendingar vegna mikils álags á þjónustu eða vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna hjá flutningsaðilum, meðal annars vegna veðurs, tæknibilana eða annarra seinkunar frá flutningsaðila. Afhending pantana fer þó ávallt fram eins fljótt og verða má.
Já, þú getur fylgst með stöðu sendingar með því að nota hlekk í tölvupósti sem þú færð frá okkur þegar pöntun þín er afhent flutningsaðila.
Ef þú valdir sendingu með Dropp þá getur þú einnig slegið inn sendingarnúmer Dropp beint á heimasíðu þeirra
Vöruskil
Viðskiptavinur hefur 14 daga til að skipta vörur og er hægt að skipta í aðra stærð, vöru eða fá endurgreitt.
Við vöruskil þurfa viðskiptavinir að uppfylla skilmála okkar um vöruskil, en skila þarf vöru í upprunalegu ástandi, með áföstum merkimiðum og í óskemmdum umbúðum
Allar nánari upplýsingar má nálgast hér: Vöruskil
Einfaldasta og fljótlegasta leiðin til að skila vöru til okkar er að koma við í verslun á opnunartíma.
Ef þú þarf að endursenda vöru þá er best að svara tölvupósti sem þú fékkst við pöntun vöru eða senda okkur tölvupóst með upplýsingum er varða vöruskil ásamt pöntunarnúmeri