Algengar spurningar

Því miður þá styður svokallað þema sem við notum ekki uppfærslu á einstaka vörum í gegnum tölvupóst. Við setjum hinsvegar inn tillkynningar um nýjar sendingar á samfélagsmiðlana okkar og sendum tölvupóst á þeim sem eru á póstlista okkar.
Við mælum með því að fylgjast með upplýsingum um nýjar sendingar í gegnum þessa miðla.

Nauðsynlegt er að birta einstaka hluta síðunnar á ensku vegna virkni síðunnar í gegnum Shopify. Þannig birtast til dæmis litir á ensku til að tryggja virkni síðunnar sem býður upp á að skipta milli lita fyrir samskonar vöru.

Við sendum vörur hvert á land sem er að því leyti sem áfangastaðir samstarfsaðila okkar leyfa.

Sjá afhendingarmáta

Því miður getum við ekki sent vörur utan Íslands vegna viðskiptasamninga við okkar birgja.


Verið er að vinna í því að bæta ferli við vöruskil hjá flutningsaðila.

Almennt fara vöruskil fram með því að afhenda vöru á Flytjandastöðvum á landsbyggðinni og hjá TVG Xpress Vatnagörðum.

Þurfir þú að skila eða skipa vöru þá óskum við eftir að þú hafir samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla, með því að svara tölvupósti sem þú hefur fengið sendan frá okkur eða í gegnum spjallaglugga hér á síðunni.

Sjá alla skilamála um vöruskil hér

Afhendingartími veltur á þeim afhendingarmáta sem þú velur og hvar á landinu þú býrð.

Flestar sendingar eiga að skila sér á 1-3 virkum dögum nema á álagstímum, en þá áskiljum við okkur rétt til lengri afhendingartíma vegna álags.

Þú getur skoðað afhendingarmáta okkar hér


Því miður hefur Síminn Pay ekki stuðning við Shopify verslunarkerfið okkar eins og er. Við munum bæta þessum greiðslumáta við þegar hann verður aðgengilegur.