íþróttafatnaður

Íþróttatoppur - hvernig vel ég réttan íþróttatopp fyrir mína líkamsrækt?

Íþróttatoppur - íþróttatoppar  líkamsrækt - World - Class - æfingatoppar - æfingatoppur - íþróttaföt - íþróttafatnaður - æfingaföt - æfingafatnaður - ræktarföt - SQUATWOLF - Ludus.is

Íþróttatoppur - að finna réttan íþróttatopp fyrir þína líkamsrækt

íþróttatoppur - íþróttatoppar - æfingatoppur - æfingatoppar - íþróttaföt - íþróttafatnaður - æfingaföt - æfingafatnaður - ræktarföt - Ludus.is

 
Ert þú í röngum íþróttatopp?

Finnur þú fyrir eymslum í brjóstunum á og eftir æfingu? Er toppurinn þinn að hafa áhrif á frammistöðu þína á æfingum?
Hvers konar hreyfingu stundar þú og hversu mikin stuðning þarftu fyrir þína líkamsrækt?

Rannsóknir benda til þess að minnsta kosti 80% kvenna séu ekki í réttri stærð eða gerð af íþróttatopp sem getur valdið óþægindum sem auðvelt er að koma í veg fyrir.

Fyrir utan að vera óþægilegt og sársaukafullt, þá getur rangt val á íþróttatopp einnig leitt til óafturkræfra afleiðinga með sigi á brjóstum þegar til lengri tíma er litið.

Hinn fullkomni íþróttatoppur getur skipt sköpum í þinni hreyfingu og fyrir þína líkamsræktar rútínu.

Hvort sem þú ert að æfa í líkamsræktarstöð, að ganga, hlaupa, að stunda jóga eða ert á fullu í Crossfit þá þarftu góðan íþróttatopp sem er þægilegur, styður vel við og hefur snið sem hentar þér.

Hvað er þá góður æfingatoppur? Og hvernig ákveður maður hvaða tegund er fullkomin fyrir ýmsu tegundir líkamsræktar?

Staðreyndin er sú að það er enginn einn íþróttatoppur sem hentar fullkomlega fyrir allar tegundir líkamsræktar.

Það er því mikilvægt að átta sig á því að það eru mismunandi gerðir af íþróttatoppum í boði, sem eru hannaðir til að veita stuðning og aðhald við mismunandi hreyfingar sem eru stundaðar.

Íþróttatoppar - hvers vegna ættum við að nota þá?

Áður en farið er út í mismunandi tegundir íþróttatoppa þá förum við yfir hvers vegna er mikilvægt að nota íþróttatopp.

Uppbygging brjósta kvenna er flólkin, þau innihalda enga vöðva en eru mest byggð upp á fituvef, bandvef, liðböndum og húð. Þess vegna eru brjóstin veikbyggðari en það eru bandvefirnir sem hjálpa til að viðhalda uppbyggingu þeirra.
Brjóstvefur flestra kvenna breytist hinsvegar með aldrinum, uppbygging þeirra byggir þá á meira magni af fitu í stað þéttari vefja.

Vegna þess hvernig brjóstin eru uppbyggð þá hreyfast þau ekki aðeins upp og niður heldur einnig til hliðar og þessi sjálfstæða hreyfing þeirra er tengd auknum eymslum og verkjum í brjóstum.

Rannsóknir á vegum háskólans í Portsmouth nefndu að þessar hreyfingar brjóstanna leiði til minni þátttöku kvenna í íþróttum og almennri líkamsrækt vegna óþæginda.

Að nota ekki íþróttatopp á æfingu getur því valdið vefjaskemmdum, brjóstasigi og haft neikvæð áhrif á frammistöðu kvenna á æfingum.
Það er því mikilvægt að velja rétta tegund af íþróttatopp til að getað stundað þína líkamsrækt án truflanna og til þess að vernda brjóstin frá hugsanlegum skemmdum á uppbyggingu þeirra sem og fyrir eymslum eða meiðslum.

Kostir þess að klæðast réttum íþróttatopp:

- Aukin þægindi við hreyfingar
- Minni sársauki og óþægindi
- Minni hætta á skemmdum á brjóstvef
- Minna nudd við líkamann

Það getur hinsvegar verið erfitt að finna íþróttatopp, sem uppfyllir ekki bara allar þarfir þínar heldur passar líka eins og draumur!

Að velja réttan topp fyrir þína hreyfingu

Val þitt á íþróttatoppi ætti að miklu leyti að byggja á þeirri líkamsrækt eða hreyfingu sem þú stundar.

Íþróttatoppar bjóða upp á þrjú stig af stuðningi eða aðhaldi, byggt á mismunandi tegundum líkamsræktar.

Íþróttatoppar með litlu aðhaldi / stuðningi - Low Impact / Support

íþróttatoppur - íþróttatoppar - æfingatoppur - æfingatoppar - íþróttaföt - íþróttafatnaður - æfingaföt - æfingafatnaður - ræktarföt - Ludus.is

Íþróttatoppar með litlum stuðningi fá þig líklega til að upplifa þægindi þegar þú mátar þá, en íþróttatoppar með litlum stuðningi eru léttir og oft úr teygjanlegu efni sem andar vel.

Þessi tegund íþróttatoppa er hönnuð fyrir hreyfingu eins og jóga, teygjur, pilates og jafnvel léttari styrktarþjálfun.
Með öðrum orðum fyrir hvers kyns hreyfingu sem ekki krefst mikillar ákefðar og þar sem lítið er um hopp.

Ef þú ert með litla skálastærð þá geturð þú jafnvel jafnvel notað þessa tegund íþróttatoppa fyrir hreyfingu sem krefst ögn meiri ákefðar.

Íþróttatoppar með miðlungs aðhaldi / stuðningi - Medium Impact / Support

Fyrir hreyfingu sem krefst aðeins meiri ákefðar er rétt að velja íþróttatopp með miðlungs stuðningi. Þetta getur til dæmis átt við um styrktarþjálfun, hjólreiðar, fjallgöngur, Zumba, þolþjálfun í tækjum og hvers konar hreyfingu sem almennt krefst meiri stuðnings.

Íþróttatoppar með miðlungs stuðning eru hannaðir til að veita réttan stuðning sem þarf fyrir slíkar hreyfingar.

Ef þú ert með stærri skálastærð gæti þó hentað þér betur að velja íþróttatopp með miklum stuðningi fremur en miðlungs stuðningi.

Íþróttatoppar með miklu aðhaldi / stuðningi - High Impact / Support

íþróttatoppur - íþróttatoppar - æfingatoppur - æfingatoppar - íþróttaföt - íþróttafatnaður - æfingaföt - æfingafatnaður - ræktarföt - Ludus.is

Flestir íþróttatoppar með miklum stuðningi koma með breiðum hlýrum til þess að veita þér hámarks aðhald.

Fyrir líkamsrækt eða hreyfingu sem krefst mikillar ákefðar eða þar sem mikið er um hopp þá ættir þú að velja íþróttatopp með miklum stuðningi.
Konur með stór brjóst ættu einnig að velja íþróttatoppa með miklu aðhaldi.

Ef þú stundar einhvers konar HIIT æfingar, svo sem hlaup, Boot Camp, Crossfit eða aðra þolþjálfun þá ættir þú að velja íþróttatopp með miklu aðhaldi og stuðningi.

Góð ráð til að velja rétt snið og stærð 

íþróttatoppur - íþróttatoppar - æfingatoppur - æfingatoppar - íþróttaföt - íþróttafatnaður - æfingaföt - æfingafatnaður - ræktarföt - Ludus.is

"Snug fit": Íþróttatoppurinn ætti ekki að vera of þröngur en hann ætti að sitja þéttar á þér en venjulegur brjóstahaldari.
Góð leið til að prófa þetta er að renna tveimur fingrum á milli hlýranna og axlanna. Fingurnir ættu að renna auðveldlega á milli en skilja ekki eftir bil á milli þeirra.

Rétt skálastærð: Það er nauðsynlegt að brjóstin passi vel innan toppsins en  skálastærðin má ekki vera of stór svo toppurinn verði ekki of laus í sér.

Ekkert auka bil: Undirband toppsins ætti að liggja flatt upp að rifbeininum og ekki á að vera auka bil. HIns vegar á toppurinn ekki að sitja svo þétt að líkamanum að það valdi óþægindum.

Hlýrar haldist á sínum stað: Hlýrarnir eiga að sitja fullkomlega á herðunum. Þeir eiga ekki að detta niður en heldur ekki að sitja svo þétt að þeir grafi sig niður í axlirnar.

Ert þú tilbúin til að velja réttan íþróttatopp í þína líkamsrækt?

Við vonum að þessi grein hafi hafi veitt þér innsýn í hvað ber að hafa í huga við val á réttum íþróttatopp. 
Í vefverslun okkar finnur þú upplýsingar á vörusíðum íþróttatoppa um hversu mikið aðhald hver tegund íþróttatopps hefur.

Við mælum ávallt með að koma við í verslun okkar til að máta og finna rétt snið og rétta stærð sem hentar þér.
En ef þú býrð til dæmis á landsbyggðinni og hefur ekki tök á því að máta í verslun þá vonum við að þessi grein sem og upplýsingar í vefverslun okkar hjálpi þér við að finna réttan íþróttatopp sem uppfyllir þínar þarfir.

Skoða: ÍÞRÓTTAFATNAÐUR - ÍÞRÓTTATOPPAR

Næsta grein

Flottir sundbolir - sundföt - konur - sundfatnaður - bikini - bikiní - fyrir konur - Solid and Striped - Ísland - Reykjavik - Swimwear
Arena-sundföt-sundfatnaður-börn-ungbörn-sundbolir-sundbolur-sundbuxur-sundvörur-sundbleyjur-sundgleraugu-sundhettur-sundskýlur

Skildu eftir komment

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.