🏊 Arena sundföt og sundvörur – Ítarlegur leiðarvísir fyrir íslenskar aðstæður
Á Íslandi stundum við sund allt árið um kring, hvort sem það er til að synda í sundlaugum, slappa af í heitum pottum eða skella okkur í sjósund. Klór í upphituðum sundlaugum (oft 27–30°C) og heitum pottum (oft 36–44°C) flýtir sliti á sundfataefnum, þar sem bæði heitt vatn og klór valda sliti – sérstaklega saman! Þetta gerir val á sundfötum og endingu sundfataefnis að mikilvægum þætti sem gæti borgað sig að skoða. Fljótþornandi efni og UV-vörn auka þægindi í köldu, röku veðri og við sjósund. Í þessum leiðarvísi, byggðum á þekkingu Ludus og reynslu af Arena vörum, fá sundunnendur innsýn í sundfataefni svo hver og einn geti valið sundfatnað sem hentar sínum þörfum. Hvort sem þú ert daglegur gestur í sundlaugunum, foreldri í leit að endingargóðum sundfötum fyrir börnin, eða leitar að þægilegum sundfötum fyrir ströndina, þá hjálpar þessi grein þér við að finna Arena sundföt sem henta þér hjá Ludus.is. Ef þú hefur enn spurningar þá aðstoðum við hjá Ludus þig við að finna bestu sundfötin fyrir íslenskar aðstæður.
Arena er eitt traustasta sundvörumerki í heimi, notað af ólympíuförum og afreksfólki um allan heim.
🔗 Kynntu þér sögu Arena á vefsíðu merkisins
Hvaða sundfataefni þola klór best?
Sundfataefni bjóða mismunandi klórþol, en hvaða efni þola klórinn best, og hver er fórnarkostnaður við aukin þægindi í sundfatnaði? Klór brýtur niður efni eins og elastan og nælon, sem veldur sliti á sundfatnaði.
Samkvæmt greiningu frá Coral Reef Swim, er mikilvægt að velja efni sem þola klór og langvarandi notkun í sundlaugum.
🔗 Af hverju klór eyðir sundfötum – Coral Reef Swim
Hér eru helstu efni, frá þeim bestu til minna þolinna:
-
Pólýester: Þolir klór (>200 klukkustundir) og saltvatn best, hentar í sjósund en mælt er með að skola með köldu vatni eftir notkun. Stífara en nælon og býður upp á minni teygjanleika.
-
PBT: Pólýester-afleiða með frábæru klór- og saltvatnsþoli, meiri teygju, algengt í keppnissundfötum.
-
Nælon + Lycra Xtra Life: Mjúkt, teygjanlegt, með gott klórþol (10x betra en venjulegt elastan), en minna saltvatnsþol.
-
Pólýamíð: Algengt í ódýrari sundfötum, þolir klór illa (50–100 klst.), dofnar hratt.
-
Elastan: Mjög teygjanlegt, en nær ekkert klórþol (20–50 klst.), sjaldan notað eitt sér.
Efni |
Klórþol |
Saltvatnsþol |
Teygja |
---|---|---|---|
Pólýester |
★★★★★ |
★★★★★ |
★★☆☆☆ |
PBT |
★★★★★ |
★★★★★ |
★★★★☆ |
Nælon + Lycra Xtra Life |
★★★★☆ |
★★★☆☆ |
★★★★★ |
Pólýamíð |
★★☆☆☆ |
★★☆☆☆ |
★★★☆☆ |
Elastan |
★☆☆☆☆ |
★☆☆☆☆ |
★★★★★ |
Veldu sundfatnað sem endist í klór þrátt fyrir tíða notkun en hugaðu einnig að meðferð sundfatnaðarins. Hengdu sundföt upp til þurrkunar fjarri hitagjöfum til að lengja endingartíma. Arena sundföt nota meðal annars pólýester, nælon- og pólýamíðblöndur sem bjóða uppá mismunandi klórþol og þægindi, t.d. 100% pólýester í MaxLife Eco og nælonblöndur í Sensitive® FIT. Næsti kafli skoðar þessi efni í Arena vörulínum á Ludus.is.
Sundfataefni í vörulínum Arena
Arena vörulínur bjóða fjölbreytt efni fyrir mismunandi þarfir. Hér er yfirlit:
Vörulína |
Efni |
Fyrir hverja |
Eiginleikar |
---|---|---|---|
Sensitive® FIT (68% nælon, 32% elastan) |
Konur 25+ |
Mótandi, mjúkt, Lycra Xtra Life klórþol, UV-vörn (UPF 50+), Power Mesh. Hentar heitum pottum, sundleikfimi og léttari æfingar. Minni ending en pólýester en inniheldur Lycra Xtra Life sem býður upp á lengri endingu gegn klór. |
|
MaxLife Eco (100% pólýester, ≥50% endurunnið) |
Konur, karlar, börn |
Hámarks klórþol, fljótþornandi, UV-vörn (UPF 50+). Tilvalið fyrir sundæfingar, skólasund og þau sem elska að synda. Minni teygja. |
|
MaxFit Eco (80% nælon, 20% elastan) |
Konur, karlar, börn |
Mjúkt, teygjanlegt efni sem teygist á 4-vegu, UV-vörn (UPF 50+). Miðlungs klórþol, hentar heitum pottum, á ströndina og fyrir þau sem kjósa þægindi en fara sjaldnar í sundlaugar með klór. |
|
|
Sensitive Classic (74% nælon, 26% elastan) |
Konur |
Mjúkt, létt, klæðilegt snið, Lycra Xtra Life klórþol, UV-vörn (UPF 50+). Minni ending en pólýester. |
|
Repreve Fiber (82% pólýester, 18% elastan) |
Konur, karlar, börn |
Klórþolið, mjúkt, fljótþornandi, UV-vörn (UPF 50+). Minni ending en MaxLife Eco en meiri en nælon- og pólýamíðblöndur. |
Women’s Beachwear (80–87% pólýamíð, 13–20% elastan) |
Konur |
Mjúkt, teygjanlegt, fljótþornandi. Minna klórþol, tilvalið fyrir ströndina eða þá sem stunda minna sundlaugar með klór. |
|
|
Peach Touch (100% pólýester) |
Karlar, strákar |
Klórþolið, mjúkt, rúskinnsáferð, fljótþornandi, UV-vörn (UPF 50+). Minni teygja, hentar vel í sundlaugar með klór og sjósund sem og á ströndina. |
|
EVO (90% pólýester, 10% elastan) |
Karlar |
Klórþolið, teygjanlegt efni sem teygist á 4-vegu, fljótþornandi, innri möskvabuxur. Minni ending en 100% pólýester vegna elastan blöndu. |
|
Taslan (100% endurunnið pólýamíð) |
Karlar, strákar |
Létt, fljótþornandi og slitþolið efni. Minna klórþol, hentar vel á ströndina og þeim sem fara sjaldnar í sundlaugar með miklum klór. |
One |
MaxLife Eco (100% pólýester, ≥50% endurunnið) |
Konur, karlar (18–35) |
Saumlaus hönnun, hámarks klórþol, UV-vörn (UPF 50+). Tilvalið fyrir þau sem stunda sund af krafti. |
Swim&Fun |
Repreve Fiber (82% pólýester, 18% elastan) |
Yngri börn |
Mjúkt, klórþolið, UV-vörn (UPF 50+). Minni ending en MaxLife Eco en meiri en nælon- og pólýamíðblöndur. |
Arena sundföt: Hvaða vörulína hentar hverjum?
Ludus býður fjölbreyttar Arena vörulínur fyrir mismunandi þarfir:
-
🟦 Arena Performance: Fyrir þau sem elska að synda. MaxLife Eco (100% pólýester) býður upp á mesta klórþolið. Tilvalið fyrir sundæfingar, skólasund og þau sem elska að synda. Fljótþornandi og slitþolið, en minni teygja. Arena hefur þróað efni eins og MaxLife Eco, sem hefur sérlega gott þol gegn klór – tilvalið fyrir íslenskar sundlaugar þar sem vatnið er reglulega sótthreinsað.
🔗 Lesa nánar um Performance línuna á vef Arena
➡️ Skoða Arena Performance sundföt -
🟩 Arena Beachwear: Ekki láta nafnið blekkja þig! Í Beachwear línunni er að finna sundfatnað sem hentar mismunandi þörfum svo sem fyrir ströndina, í sjósund og jafnvel til daglegrar notkunar í íslenskum sundlaugum. Í Beachwear línunni er að finna Pólýester (Peach Touch, EVO) og pólýamíð sundfataefni. Peach Touch og EVO bjóða upp á meira klórþol, en pólýamíð hentar betur á ströndina eða þeim sem fara sjaldnar í laugar með miklum klór. Vinsælt hjá körlum og fyrir börn, mælum með sundbuxum úr 100% pólýester fyrir hámarks endingu (t.d. Fundamentals sundbuxur).
➡️ Skoða Arena Beachwear sundföt -
🟨 Arena Feel: Mjúk og teygjanleg sundföt fyrir þau sem þurfa ekki hámarks klórþol eða stunda ekki sundlaugar með klór daglega. MaxFit Eco býður þægindi en miðlungs klórþol, Sensitive Classic klæðilegt snið, og Repreve Fiber pólýesterblöndur með hærra klórþoli. Tilvalið fyrir heita potta, á ströndina og þau sem kjósa þægindi en fara sjaldnar í sundlaugar með klór (skoðaðu helst Repreve Fiber ef þú ferð mikið í laugar með klór).
➡️ Skoða Arena Feel sundföt -
🟪 Arena Shapewear: Mótandi sundföt með aðhaldi, hönnuð fyrir konur 25+. Sensitive® FIT veitir stuðning og sjálfstraust. Tankiní, bikiní og sundbolir með aðhaldi. Vinsæll kostur hjá konum um og yfir miðjum aldri. Arena sundbolir eins og Vertigo bjóða bæði gott aðhald og stílhreint útlit.
Fjölmargar konur kjósa sundboli með innbyggðu aðhaldi fyrir meiri stuðning, sjálfsöryggi og þægindi við hreyfingu í vatni. Þetta hefur verið staðfest í mörgum rannsóknum á hreyfihegðun í sundi.
🔗 ScienceDirect rannsókn: How swimwear affects female movement comfort
Vinsælar vörur eru til dæmis Vertigo sundbolur með aðhaldi og Jewel sundbolur með aðhaldi.
➡️ Skoða Arena Shapewear sundföt -
🟧 Swim&Fun: Mjúk, litrík sundföt fyrir yngri börn. Repreve Fiber (pólýesterblanda) sameinar klórþol og þægindi. Tilvalið fyrir skólasund og leik í lauginni. Minni ending en MaxLife Eco en meiri en nælon- og pólýamíðblöndur. Skoða Swim&Fun.

„Barn við leik á ströndinni í sundskýlu úr Swim&Fun vörulínunni frá Arena.“
👙 Konur – Sundföt og sundvörur
Arena býður sérhannaðan sundfatnað fyrir konur, allt frá sportlegum sundbolum til sundbola með góðum stuðningi og aðhaldi. Við mælum með þægilegum sundfötum fyrir konur á Íslandi sem þurfa að þola klór, sól og sjó þó mismunandi mikið eftir þörfum hvers og eins.
-
Bikiní: Létt og frjálsleg, tilvalið fyrir sól, potta og sjósund.
-
Tankiní: Hylja meira en bikiní, henta í sjósund og heita potta. Henta oft konum með lengri búk.
-
Sundbolir: Klassískir, sportlegir, með aðhaldi, í stórum stærðum (48–58), tilvaldir til sundiðkunar og sundæfinga.
-
Sundbolir með aðhaldi – Arena Shapewear mótar líkamann og styður þar sem þarf.
-
Sundbolir með skálmum – Hylja meira og veita vörn gegn sól.
-
Sundbolir stórar stærðir – Sérhannaðir til að veita stuðning og þægindi.
-
Meðgöngusundbolir – Teygjanlegir, aðlagast breyttum líkamsvexti á meðgöngu.
🔗 Fyrir heildaryfirlit, skoðaðu Konur allt fyrir sundið.
🩳 Karlar – Sundfatnaður og sundvörur
Arena sundföt fyrir karla eru endingargóð og hagnýt:
-
Sundbuxur: Vinsælasti kosturinn fyrir flesta íslenska karl, henta vel í laugar, heita potta. og sjósund. Mælum með sundbuxum úr pólýester t.d. Fundamentals sundbuxunum.
-
Sundskýlur og sundboxerar: Sportlegar, tilvalin kostur fyrir keppnir og sundæfingar.
🔗 Fyrir heildaryfirlit, skoðaðu Karlar allt fyrir sundið.
🧒 Börn – Sundföt og sundvörur
„Börn við sundlaug í Arena Feel sundfötum, við mælum með að skoða sundföt fyrir börn úr pólýester eða pólýesterblöndu fyrir íslenskar sundlaugar.“
Arena sundföt fyrir börn eru þægileg, litrík og eru með vörn gegn sólargeislum.
-
Sundbolir barna: Fjölbreytt úrval fyrir stelpur úr bæði 100% pólýester úr Performance línunni og blönduðu efni úr Arena Feel línunni með MaxFit Eco eða Repreve Fiber (einnig í Swim&Fun vörulínunni).
-
Sundbuxur börn: Endingargóðar fyrir stráka. Mælum með sundbuxum úr pólýester eins og til dæmis Fundamentals sundbuxunum.
-
Bikiní barna: Létt og skemmtileg.
-
Ungbarna sundföt: Örugg og þægileg fyrir yngstu börnin úr Swim&Fun vörulínunni.
🔗 Heildaryfirlit: Börn allt fyrir sundið
🔗 Fyrir yngstu sundlaugargestina: Sundfatnaður fyrir ungbörn
🏊 Sundvörur – Nauðsynlegt með sundfötunum
Arena sundvörur bæta sundupplifunina:
-
Sundgleraugu: Tryggja skýra sýn og þægindi.i. Margar mismunandi týpur.
-
Sundgrímur: Arena sundgrímur fyrir börn og fullorðna tryggja góða sýn og þægindi. Frábær lausn sem nær yfir allt svæðið í kringum augu. Vinsælir kostir: The One Mask, The One Mask barna og The Spider Mask fyrir yngstu börnin.
-
Sundkútar: Tryggja öryggi barnanna í lauginni.
-
Sundhettur: Vernda hár og draga úr viðnámi.
-
Sundblöðkur: Aðstoð á sundi, frábærar til að æfa tækni og styrk.
-
Sundskór: Fyrir sturtuna, þægindi í sjósundið eða í laugina.
-
Sundtöskur og sundpokar: Sundtöskur og sundpokar fyrir börn og fullorðna.
🔗 Sjá allar sundvörur
🌊 Sjósund – Bónus punktar

„Íslenskar konur njóta sjósunds í Arena Performance Team sundbolum með MaxLife Eco efni, tilvalið fyrir kaldan íslenskan sjó.. Athugið að Team sundbolir geta verið einfaldir, tvöfaldir, eða tvöfaldir einunigs að framan.“
Sjósund er sífellt vinsælla á Íslandi, en hvaða sundföt henta best í köldum sjó (4–10°C)? Fyrir sjósund og þar sem vatnið getur verið kalt en einnig með salti, henta sundföt með MaxLife efni einstaklega vel. Pólýester (t.d. MaxLife Eco, Peach Touch) og PBT eru best fyrir sjósund vegna frábærs saltvatnsþols, UV-vörn (UPF 50+), og slitþols. Þau eru stífari en bjóða hámarks endingu. Nælon með Lycra Xtra Life (t.d. Sensitive® FIT) er mjúkt og teygjanlegt og hefur einnig ágætis saltvatnsþol en dofnar þó hraðar í saltvatni en pólýester. Pólýamíð (t.d. Taslan) hentar síður vegna minna saltvatnsþols.
Kostir og gallar helstu sjósundsefna:
-
Pólýester/PBT: ✅ Hámarks saltvatnsþol, UV-vörn, ending. ❌ Minni teygja.
-
Nælon + Lycra Xtra Life: ✅ Mjúkt, teygjanlegt, gott klórþol. ❌ Minna saltvatnsþol, dofnar.
-
Pólýamíð: ✅ Létt, fljótþornandi. ❌ Dofnar hratt, minna þol.
Sundbolir í Arena Performance línunni með MaxLife Eco (t.d. Team sundbolurinn) koma einfaldir eða tvöfaldir (fóðraðir). Tvöfaldir sundbolir veita betri einangrun og þægindi í köldum sjó, en einfaldir henta í hlýrra veður. Mælum með tvöföldum sundbolum og pólýester (t.d. Fundamentals sundbuxur) fyrir íslenskt sjósund. Skoða sjósundsvörur á Ludus.is.
Vinsælar vörur í sjósundið:
-
Sundgríma The One Mask: Hjálpar til við að halda kulda frá svæðum í kringum augu. Mjúk og þægileg og fær frábæra dóma.
-
Sjósundshanskar: Henta vel í sjósundið fyrir hlýrri mánuði ársins
- Eyrnatappar: Góðir silcone eyrnatappar sem hafa fengið góða dóma hjá sjósundsfólki
🧼 Hvernig lengir þú endingartíma sundfata?
Til að hámarka endingu Arena sundfata skaltu fylgja þessum einföldu ráðum:
-
Skola strax: Skola sundföt í köldu vatni eftir sund til að fjarlægja klór, salt og sólarvörn.
-
Handþvottur: Þvo með mildu þvottaefni í höndunum; forðast þvottavélar, sem skemma teygju.
-
Þurrka rétt: Hengja til þerris fjarri beinu sólarljósi og hitagjöfum (t.d. ofnum) til að varðveita efni.
-
Skipta á: Skipta á milli 2–3 sundfata til að minnka slit á hverju pari.
Með réttri umhirðu endast sundfötin lengur, hvort sem þú syndir í laug, pottum eða sjó! Skoða Arena sundföt á Ludus.is.
Sjálfbærni og ábyrg neysla
Arena er framarlega í sjálfbærni og vinnur að 100% endurunnum efnum í vörulínum sínum fyrir 2030:
-
Endurunnar trefjar (t.d. MaxLife Eco, Repreve Fiber) úr plastflöskum.
-
Plastlausar umbúðir og orkusparandi framleiðsla.
-
Umhverfisvænar sendingar.
Ludus notar 100% endurunnar umbúðir fyrir netpantanir, endurnýtanlegar fyrir endursendingar.
🛍️ Verslun og þjónusta
Í Ludus verslun í Reykjavík færðu persónulega aðstoð:
-
📍 Staðsetning: Hverfisgata 34, 101 Reykjavík.
-
🕒 Opið: Virka daga 12:00–18:00, laugardaga 12:00–16:00.
-
📦 Sendingar: Frítt á afhendingarstaði Dropp/Eimskip fyrir pantanir yfir 15.000 kr. Heimsendingargjald samkvæmt gjaldskrá.
Athugið: Upplýsingar um sundfataefni, blöndur í sundfataefnum geta tekið breytingum. Opnunartími Ludus.is og sendingar geta einnig tekið breytingum frá upplýsingum sem koma fram í þessari grein.
🎯 Veldu Arena sundföt sem þola íslenskar aðstæður
Hvort sem þú syndir í lauginni, ferð í sjósund eða nýtur þess að slaka á í heita pottinum, þá finnur þú réttu sundfötin og sundvörurnar hjá okkur.
👉 Skoðaðu allt Arena úrvalið í vefverslun okkar eða komdu við í verslun Ludus.is og fáðu persónulega aðstoð.
Þessi grein er skrifuð af starfsfólki Ludus.is sem hefur góða reynslu og sérfræðiþekkingu af sundfötum og sundvörum frá Arena.
Skildu eftir komment
This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.