Skilmálar - Ludus.is

Notkunarskilmálar

 • Vefverslunin Ludus.is er rekin af Lúdus ehf. og er skráð vörumerki í eigu fyrirtækisins. Öll notkun annarra aðila á skráðum vörumerkjum í eigu fyrirtæksins er með öllu óheimil. 

 • Almennir skilmálar Lúdus ehf. eru listaðir á þessari undirsíðu og getur framsetning á nafni fyrirtækinsins birst sem Ludus, Lúdus ehf. eða Ludus.is í skilmálum á heimssíðu fyrirtækisins.

 • Athugið að skilmálar um persónuvernd, vefkökustefnu, afhendingustefnu, vöruskil sem og lagaskilmálar eru listaðar á viðeigandi undirsíðum á Ludus.is. Við kaup á vörum í vefverslun Ludus.is samþykkir viðskiptavinur alla skilmála verslunarinnar.

Afhendingarstefna

     • Vinsamlegast yfirfarið alla skilamála Lúdus ehf. vandlega þar sem þeir innihalda mikilvægar upplýsingar fyrir þig og þinn rétt.

     Viðskiptaskilmálar

     Afhending pöntunar

     • Við afhendingu á pöntuðum vörum þarf viðskiptavinur að sýna fram á staðfestingu á kaupum sem honum hefur borist frá Ludus.is.

     Vörur til einkanota

     • Allar vörur sem eru í boði hjá Ludus eru einungis ætlaðar til einkanota kaupanda.

     • Öll endursala einstaklinga eða fyrirtækja á vörum Ludus er með öllu óheimil.

     • Ludus áskilur sér rétt til að hætta við afhendingu á vörum eða stöðva pöntun ef talið er að kaupandi framfylgi ekki skilmálum þessum.

     Afturköllun pöntunar

     • Ludus áskilur sér að auki rétt til að afturkalla pantanir og hætta við afhendingu pantana sem gerðar hafa verið í netverslun. Að baki slíkrar afturköllunar skulu hins vegar ávallt vera ríkar ástæður svo sem röng birgðastaða eða rangar verðupplýsingar í netverslun vegna innsláttarvillna eða verðútreiknings.

     Verð og vöruúrval

     • Öll vöruverð í netverslun eru gefin upp í íslenskum krónum og  með virðisaukaskatti en heildarverð pöntunar fer eftir afhendingarmáta og er reiknað út í greiðsluuppgjöri.

     • Ludus.is áskilur sér rétt til að bjóða uppá mismunandi verð í netverslun og í versluninni sjálfri. Þannig getur vöruverð verið hærra í netverslun en í verslun eða öfugt farið. Á framangreint sérstaklega við í kringum útsölur eða ef boðið er uppá kynningarafslátt eða tilboð.

     • Allt vöruverð í vefverslun er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

     • Vöruúrval og vöruverð í vefverslun getur breyst án fyrirvara. 

     Nákvæmni upplýsinga

     • Ludus.is leggur sig fram við að birta viðskiptavinum sínum nákvæmar upplýsingar en mikilvægt er að átta sig á að mikið af upplýsingum um vörur fyrirtækisins eru fengnar frá framleiðendum og eru birtar með fyrirvara um að upplýsingar frá framleiðandum geti innihaldið rangar upplýsingar, rangan innslátt eða villur af öðru tagi.

     • Allar upplýsingar sem birtast í vefverslun Ludus.is eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða rangar upplýsingar vegna tæknimála í gegnum sjálfvirkar uppfærslur eða þýðingar.

     • Ludus.is leggur sig fram við að birta réttar lýsingar af vörum og vörumyndir gefi sem réttasta mynd af vörunni, en eru birtar með áður tilgreindum fyrirvörum. Ludus reynir að bregðast svo fljótt sem verða má við öllum röngum upplýsingum og þiggur gjarnan ábendingar frá viðskiptavinum ef við á.

     Afsláttar-, tilboðs- og kynningarkóðar

     • Afsláttar-, tilboðs- og kynningarkóðar gilda einungis einu sinni. Eftir að kóðinn hefur verið notaður er hann óvirkur. Það er alfarið á ábyrgð viðskiptavinar að sjá til þess að slíkir kóðar séu rétt notaðir og ekki er hægt að óska eftir að afslætti verði bætt við pöntun eftirá. Kaupandi skal tryggja að allar uppgefnar upplýsingar séu rétt skráðar áður en pöntun er staðfest.

     • Ludus.is getur afturkallað eða leiðrétt afsláttar útsöluverð, tilboðs- eða kynningarkóða hvenær sem er. 

     Endurgreiðsla og skiptiréttur

     • Almennur skipti- og endurgreiðsluréttur er fjórtán dagar og við allar keyptar vörur nema útsöluvörur og sem að öðru leyti uppfylla okkar skilmála fyrir endurgreiðslu. Endurgreiðsla er ávallt framkvæmd svo fljótt sem verða má en ávallt innan fjórtán daga frá skilum. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.
      Endurgreiðslur sem notandi hefur greitt með greiðslukorti eða Netgíró eru bakfærðar en greiðslur sem hafa verið framkvæmdar með Aur eru millifærðar á viðskiptavin. Endurgreiðslu- og skiptiréttur er sá hinn sami hvort sem er um að ræða kaup á vörum í verslun eða vefverslun. Við hvetjum viðskiptavini til að huga að vöruskilum svo fljótt sem verða má.

     • Kaupandi er ábyrgur fyrir þeirri rýrnun á verðgildi vöru sem stafar af meðferð vörunnar. Viðskiptavinur hefur rétt til þess að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni vöru en til að eiga rétt á endurgreiðslu eða skiptum, þurfa vörur að vera upprunalegu ástandi, vera ónotaðar, ekki má þvo vörurnar og þær þurfa að bera enn áfasta framleiðslu- og merkimiða. Að auki þarf að skila vörum í upprunalegum umbúðum. Sjá mjá sérstaka skilmála fyrir skil á sundfatnaði neðar á þessari síðu.
      Ludus áskilur sér rétt til að sannreyna upprunalegt ástand vöru og til að hafna móttöku vöru sem hefur hlotið óæskilega meðferð og þar með rýrt verðgildi vörunnar.

     • Útsöluvörum og tilboðsvörum fæst ekki skilað gegn endurgreiðslu og allar seldar útsöluvörur flokkast almennt undir fullnaðarsölu. Viðskiptavinur hefur engu að síður rétt til að skipta vöru fyrir aðra stærð á útsölu eða aðra útsöluvöru á meðan útsölu stendur. Að útsölu lokinni telst um fullnaðarsölu að ræða og fæst vöru ekki skilað eða skipt fyrir aðra vöru.

     • Vörur eru almennt endurgreiddar samkvæmt þeim greiðslumáta sem notaður var við viðskiptin, en Ludus áskilur sér rétt til endurgreiðslu með millifærslu til viðskiptavinar ef þörf krefur. Ef greitt var með vöruna með kreditkorti þá er eingöngu endurgreitt fyrir vöruna á sama greiðslukort.

     Vöruskil á vörum keyptum í verslun

     • Við skil á vöru sem keypt hefur verið í verslun okkar, þarf viðskiptavinur að geta sýnt fram á kassakvittun eða rafræna kvittunn samkvæmt okkar skilmálum.

     Skil á vörum keyptum í netverslun

     • Við skil á vöru sem keypt hefur verið í netverslun, þarf viðskiptavinur að geta sýnt fram á rafræna kvittun samkvæmt okkar skilmálum.

     Vöruskil á sundfatnaði

     • Um skil á sundfatnaði gilda sömu skilmálar og um vöruskil á öðrum vörum en að auki fæst sundfatnaði einungis skilað eða skipt sé hreinlætisband til mátunar enn til staðar og hafi það verið notað á réttan hátt. Sundfatnaður skal ávallt mátaður yfir nærfatnað.
     • Ludus áskilur sér rétt til að hafna öllum vöruskilum á sundfatnaði hafi hreinlætisband verið fjarlægt og gilda þessir skilmálar um öll vöruskil á sundfatnaði óháð því hvort óskað er eftir endurgreiðslu eða skipti í aðra stærð eða vörur.

     Gallaðar vörur

     • Ef kaupandi kaupir gallaða vöru skal senda tölvupóst með mynd af vörunni um leið og viðskiptavini er ljóst um gallann í gegnum þennan link: senda póst
     • Ludus áskilur sér rétt til að leita álits framleiðanda á galla vöru en heitir viðskiptavini því jafnframt að afgreiða öll mál sem upp koma vegna gallaðra vara svo fljótt sem verða má
     • Um rétt kaupenda vegna galla í vöru vísast til laga um neytendakaup nr 48/2003

     Endursendingar

     Endursendingar á vörum eru og munu alltaf vera eðlilegur hluti af verslun með vörur á netinu. Við bjóðum uppá fría endursendingu á vörum þegar valinn er ódýrasti afhendingarmáti sem til boða stendur hverju sinni. Um fríar endursendingar gildir eftirfarandi:

     • Viðskiptavinur þarf að hafa valið ódýrasta afhendingarmáta sem til boða stendur hverju sinni til að eiga rétt á frírri endursendingu. Viðskiptavinir sem kjósa heimsendingu bera alltaf kostnað af endursendingu sjálfir. 
     • Frí endursending gildir einungis einu sinni fyrir hverja pöntun. Viðskiptavinur ber allan kostnað af endursendingu sem framkvæmd er öðru sinni.
     • Viðskiptavinur ber ávallt ábyrgð á því að endursendar vörur séu sendar með rekjanlegum pósti aftur til Ludus. Komi til þess að vara glatist í órekjanlegri endursendingunni er slíkt alfarið á ábyrgð viðskiptavinar. Ludus endurgreiðir hvorki né skiptir út vöru sem er send með almennri póstkröfu.
     • Með endursendri vöru þarf að fylgja afrit af reikningi og getur viðskiptavinur látið reikning á pappírsformi fylgja með vöru eða látið afrit af reikningi fylgja með í tölvupósti.
     • Viljir þú endursenda okkur vöru þá er best að senda okkur tölvupóst á og taka fram í titli pöntunarnúmer vöru: senda póst
     • Ávallt er frítt að koma við í verslun og skila eða skipta vörum sem að öðru leyti hlýta okkar skilmálum.

     Skilmálar þessir kunna að breytast án fyrirvara ef breyting verður á kostnaði við afhendingarmáta.


     Afhendingartími

     • Allar pantanir sem framkvæmdar eru fyrir kl. 11 fyrir hádegi á eru að öllu jöfnu afgreiddar út til afhendingar samdægurs.
      Við ábyrgjumst að pantanir eru afgreiddar út alla virka daga á meðan við rekum einungis vefverslun. Við munum þó einnig afgreiða pantanir út á laugardögum eins og okkur gefst færi á.
     • Á sérstökum álagstímum getur afgreiðsla sendinga til flutningsaðila tekið lengri tíma berist okkur margar pantanir á stuttu tímabili.
     • Lúdus ehf. áskiljur sér rétt til lengri afhendingatíma á sérstökum álagstímum en við ábyrgjumst að afgreiða pantanir til viðskiptavina ávallt eins fljótt og verða má.
     • Flestar sendingar afhendast samdægurs innan höfuðborgarsvæðisins sem og nágrannasveitarfélögunum Hveragerði, Selfoss, Akranesi og Reykjanesbæ eða næsta dag í undantekningartilfellum.
     • Að öðru leyti ákvarðast afhendingartími vöru útfrá staðsetningu viðskiptavinar og afhendingarmáta og að jafnaði tekur einum degi lengur að afgreiða vörur á öðrum stöðum á landsbyggðinni, en flestar vörur eru afgreiddar til viðskiptavina á 0-3 virkum dögum
     • Viðskiptavinir fá staðfestingu með tölvupósti þegar vara hefur afgreidd frá okkur út til afhendingar.

     Við vekjum athygli viðskiptavina okkar á að truflanir í starfsemi flutningsaðila svo sem vegna slæms veðurfars, tæknilegra vandamála eða álags kann að hafa áhrif á tilgreinda afhendingartíma. Lúdus ehf. ber ekki ábyrgð á töfum sem kunna að verða hjá flutningsaðilum né bætir neytendum upp fyrir slíkar seinkanir sem kunna að verða.

     Afhendingarmátar

     Ludus.is - TVG Xpress Sækja* Frítt Allt landið 0-10 kg**
     Ludus.is - TVG Xpress Sent heim

     Skv. gjaldskrá

     ~ 95%
     landsmanna
     0-10 kg**


     *Kjósir þú að sækja á afhendingarstað TVG Express eða Dropp sem er ekki nálægt heimili þínu, t.d vinnustað eða skóla, þá getur þú þurft að gefa upp annað heimilisfang og póstnúmer til að fá upp réttan afhendingarstað sem er nálægt þér.

     *Flestar sendingar okkar eiga að vera milli 0-10 kg. Þú getur valið um að panta í tvennu lagi eða hafa samband við okkur ef sendingin þín fer yfir 10 kg.

     Við þjónum jafnt höfuðborgarsvæðið sem og alla landsbyggðina í samstarfi við TVG Express og Dropp. TVG Express og Dropp sjá um dreifingu á afhendingarstaði þar sem viðskiptavinur sótt þá frítt en TVG Xpress sér um heimsendingu á gegn gjaldi.  Athugið að heimsending nær ekki til allra póstnúmera. Heimsending nær til um 95% landsmanna og hægt er að sjá hvort heimsending er í boði á þínu svæði þegar þú skráir inn póstnúmer þitt.

     Lúdus ehf. ber ábyrgð á vöru þar til hún hefur verið afhent flutningsaðila, en frá þeim tíma ber flutningsaðili fulla ábyrgð á vöru fari svo að vara glatist eða sé afhent röngum aðila.

     Við aðstoðum að sjálfsögðu viðskiptavini okkar við að rekja sendingar og veitum nauðsynlega aðstoð fari svo óheppilega að sending frá okkur glatist á leið til þín. Um afhendingarskilmála 

     Viðskiptavinur getur sem stendur valið um tvo mismunandi afhendingarmáta þegar verslað er í vefverslun, en sá þriðji mun bætast við þegar við opnum verslun okkar á höfuðborgarsvæðinu.

     1. Frítt - Sækja á Afhendingarstaði TVG Express og Dropp (0-10kg)

      Hentar þeim sem vilja geta nálgast vöruna sína hratt og örugglega. Pantanir sem eru gerðar fyrir kl. 11 eru í flestum tilfellum tilbúnar til afgreiðslu samdægurs innan höfuðborgarsvæðisins, Hveragerði, Selfossi, Akranesi og Reykjanesbæ, en næsta dag utan á öðrum stöðum á landsbyggðinni

      Við vekjum athygli viðskiptavina okkar á mismunandi opnunartíma á afhendingarstöðum TVG Express og Dropp. Sjá má opnunartíma afhendingastaða þegar þú velur afhendingarmáta í greiðsluuppgjöri.
      Þessi afhendingarmáti stendur til boða fyrir alla pakka 0-10 kg. 

      Þú getur sótt frítt á einn af þeim rúmu 85 afhendingarstöðum hjá TVG Express + Flytjanda víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og landið allt. Sjá nánar á:

      TVG Express (höfuðborgarsvæðið og valdir staðir á landsbyggðinni)

      Dropp 

      Flytjandi/Eimskip (afhendingarstaðir á landsbyggðinni)
     2. Heimsending (0-10 kg)

                TVG Express (nær til um það bil 95% landsmanna)

                Viðskiptavinur greiðir fyrir sendingar sem og endursendingar samkvæmt gildandi gjaldskrá flutningsaðila.
                Gjald fyrir heimsendingu er reiknað í greiðsluuppgjöri.      

     Afhending pöntunar

     • Viðskiptavinur fær sendann kóða með skilaboðum, sem þarf að framvísa til að fá pöntun afhenta.
     • Við afhendingu á pöntuðum vörum þarf viðskiptavinur að sýna fram á staðfestingu á kaupum sem honum hefur borist frá Ludus.is. 
     Lúdus ehf. er umhugað um persónuvernd og réttindi notenda þegar kemur að öryggi gagna sem fyrirtækið safnar um einstaklinga og/eða lögaðila. Slíkum upplýsingum er safnað þegar notendur heimsækja netverslun eða panta vörur frá fyrirtækinu og að auki þegar þeir skrá sig á póstlista eða búa til aðgang fyrir vefverslun.
     PERSÓNUVERND

     Persónuverndarstefnu Ludus er ætlað að upplýsa viðskiptavini í hvaða tilgangi gögnum er safnað, hvernig þau eru notuð, varðveitt með rafrænum hætti og hvernig þeim kann að vera dreift. Einstaklingum sem heimsækja netverslun Ludus gefst tækifæri á að uppfæra stillingar er varða gagnaöflun og hafa þannig áhrif á upplýsingar sem safnað er um þá, en slíkt kann þó að hafa áhrif á virkni síðunnar.

     Markmið okkar er allir einstaklingar sem heimsækja netverslun Ludus geti leitað sér upplýsinga um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

     Lúdus ehf, kt. 641120-300 er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu.

     Ludus er umhugað um persónuvernd þína og fyrirtækið heitir því að gæta fyllsta trúnaðar og virða rétt þinn varðandi meðferð persónuupplýsinga um þig. Við viljum að þú vitir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þig en ef viðskiptavinir hafa frekari spurningar er varða persónuverndarstefnu fyrirtækisins þá má senda póst í gegnum þennan hlekk: senda póst

     LÖG UM PERSÓNUVERND OG VINNSLU PERSÓNUUPLÝSINGA (NR. 90/2018)

     Markmið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar meðal annars að í öllu sé farið í samræmi við reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og til að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga.

     Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráð, þ.e.a.s. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings samkvæmt skilgreiningu persónuverndarlaga. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónupplýsingar.

     Um meðferð Ludus á persónuupplýsingum fer samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma á Íslandi. 

     Persónuvernd, annast eftirlit með framkvæmd persónuverndarlaga og reglna sem og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679. 
     Hafir þú athugasemdir við persónuverndarstefnu Lúdus ehf. eða meðferð persónuupplýsinga hvetjum við þig til að byrja á að hafa samband með því að senda okkur póst í gegnum þennan hlekk: senda póst.
     Teljir þú svörin okkar ekki fullnægjandi má benda viðskiptavinum og notendum á að hafa samband við Persónuvernd
      

     VEFKÖKUSTEFNA (e. COOKIE POLICY)

     Til að fá upplýsingar um stefnu okkar varðandi vefkökur, skoðaðu sérstaka síðu okkar um vefkökustefnu


     VARÐVEISLA OG ÖRYGGI GAGNA

     Lúdus ehf. er fyrirhugað um að tryggja örugga varðveislu persónuupplýsinga. Vefverslun Ludus.is er keyrð á vefverslunarkerfi Shopify sem notast við SSL vottorð. Öll samskipti við vefþjóna Ludus.is er því eru dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS). Þá er lénið Ludus.is hýst af viðurkenndum DNS þjónustuaðilum ISNIC. Shopfify er viðurkennt sem PCI DSS vottaður aðili sem er öryggisstaðall sem tryggir meðferð kortaupplýsinga. Hafir þú áhuga á að athuga málið nánar getur þú séð upplýsingar á vef Shopify

     Ludus vill tryggja að viðeigandi öryggisráðstafanir séu gerðar í samstarfi við samstarfsaðila og eru gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna í hvívetna. Okkur er umhugað um öryggi gagna þinna og er okkar ráðstöfunum ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist, breytist, komist í hendur rangra aðila, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

     Við viljum einnig benda notendum Ludus.is að gagnaflutningur á netinu er aldrei fullkomlega öruggur og Lúdus ehf. getur ekki ábyrgst gagnaleka sem kominn er til vegna þriðja aðila eða vegna netárása. Notendum er bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þeir telja hættu á að tilteknar upplýsingar sem þeir hefa gefið okkur séu í hættu.

     Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til þín eftir því sem lög mæla fyrir um.

     Teljir þú að samskipti þín við okkur séu ekki örugg, biðjum við þig um að láta okkur umsvifalaust vita um vandamálið með því að senda póst í gegnum þennan hlekk: senda póst

     Við vekjum athygli á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, aldri og mynd, sem þú kýst að deila á almennum vettvangi, t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook og aðrar samfélagsmiðlasíður okkar.

     HVAÐA PERSÓNUUPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ?

     Við notum persónuupplýsingar alla jafna t.d. í þeim tilgangi að virkja aðgang þinn að vefsíðum okkar, veita þér úrvals þjónustu og til upplýsa þig um vörur, tilboð og nýjungar sem við teljum að þú hafir áhuga á. Ludus safnar einkum eftirfarandi persónuupplýsingum um þig:

     • Tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, kyn, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer. Þetta gerum við til þess að geta afhent þér vörur og þjónustu og til þess að geta sent þér tilkynningar (með tölvupósti eða SMS-skilaboðum) í tengslum við nýjar sendingar, nýjungar vörukaup eða tilboð á vörum og þjónustu. Tengiliðaupplýsingum söfnum við frá þér í gegnum, síma, netverslun eða tölvupósti, eða með öðrum hætti þar sem þú hefur m.a. veitt sjálfviljugur þessar upplýsingar.

     • Greiðsluupplýsingar, t.d. debet eða kreditkortanúmer. Við höldum utan um greiðsluupplýsingar og útgefna reikninga sem eru nauðsynlegar vegna samningssambands okkar og til að uppfylla skilyrði skatta- og bókhaldslaga, þegar þú borgar fyrir vöru eða þjónustu.

     • Upplýsingar um vörukaup- og/eða þjónustu, svo sem um dagsetningu viðskipta, hvar viðskiptin áttu sér stað og hvað var keypt. Þetta gerum við til þess að halda utan um kaupsögu og við skil og skipti á vörum. Jafnframt eru þessar upplýsingar nauðsynlegar vegna samningssambands okkar og til að uppfylla skilyrði skatta- og bókhaldslaga.

     • Samskiptasaga, þegar þú hefur samband við okkur, s.s. óskar eftir upplýsingum, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni, með tölvupósti, í síma eða á samfélagsmiðlum eða spjallrásum. 

     • Markaðssetning á netinu, þegar við sendum þér markaðs- og tilboðsefni með tölvupósti eða SMS-skilaboðum s.s. auglýsingar, kynningarefni, kannanir, afsláttarkóða, tilboð og meðmæli með vörum, enda hafir þú áður veitt samþykki fyrir slíkri notkun. Þessi markaðssetning kanna að vera byggð á upplýsingum um kaupsögu þína þannig að þú fáir upplýsingar og tilboð sem við teljum sniðin sérstaklega að þér. Þú getur afturkallað samþykki þitt fyrir slíku kynningarefni hvenær sem er.

     • Vefmælingar og vefgreiningar, þegar þú heimsækir vefsíður okkar þá söfnum við gögnum sjálfkrafa sem fela í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, auðkenni tölvunnar og stýrikerfi. Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist vefsíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða vefsíðu eða samfélagsmiðli, hvernig þú notar vefsíðuna, tíma og dagsetning heimsóknar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum, auk upplýsinga um kaup á vörum og þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkakna. Frekari upplýsingar má finna á síðu okkar um vefkökustefnu.

     • Upptökur úr eftirlitsmyndavélum í verslun og vörulager sem geymdar eru í öryggis- og eignavörsluskyni.

     Að jafnaði fáum við framangreindar upplýsingar beint frá þér en upplýsingarnar kunna þó að koma frá þriðja aðila, t.d. frá stjórnvöldum og/eða þjónustuaðilum okkar.

     Við bendum notendum á að frekari upplýsingar um söfnun upplýsinga má einnig má finna á síðu okkar um vefkökustefnu.

     MEÐHÖNDLUN OG TILGANGUR MEÐ SÖFNUN PERSÓNUUPLÝSINGA

     Tilgangur með söfnun persónuupplýsinga er til að geta uppfyllt pantanir viðskiptavina og til að veita nauðsynlega þjónustu í samræði við ákvæði viðskiptasamninga. Söfnun á persónuupplýsingum notenda annarra en viðskiptavina má sjá nánar á síðu okkar um vefkökustefnu.

     Markmið með söfnun persónuupplýsinga er til að laga þjónustu viðskiptavina að þeirra þörfum og til að halda utan um og miðla upplýsingum þannig að vörur viðskiptavina komist til skila. Þá er persónupplýsingum einnig safnað vegna markaðssetningar og kann slíkum upplýsingum að vera beint að ákveðnum markaðshópum.

     Ludus meðhöndlar upplýsingar í trúnaði við viðskiptavini og er tilgangurinn umframt allt að laga þjónustu að viðskiptavinum, til að veita betri þjónustu og bæta upplifun viðskiptavina af þjónustu fyrirtækisins. Þá safnar Ludus einungis persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru til að veita þá þjónustu sem óskað er eftir og einstaklingar samþykkja með skilmálum okkar með heimsókn sinni í netverslun eða pöntunum á vörum. 

     Upplýsingar sem Ludus safnar um viðskiptavini til að geta uppfyllt afhendingar og þjónustu við viðskiptavini eru meðal annars: samskiptaupplýsingar viðskiptavina, upplýsingum um þær vörur sem keyptar eru, t.d. vörunúmer og verð. Nánari útlistun á tilgangi söfnunar persónuupplýsinga er gefin að neðan: 

     • Til að geta veitt viðskiptavinum þá þjónustu sem þeir óska eftir, hvort sem það er að senda þeim vörur heim að dyrum eða taka á móti greiðslum  í tengslum við aðrar vörur og þjónustu sem við bjóðum upp á eða að öðru leyti til að framfylgja skilmálum okkar.

     • Til að svara fyrirspurnum þínum í gegnum tölvupóst, síma, samfélagsmiðla og/eða bregðast við óskum eða ábendingum þínum.

     • Til að geta sent þér upplýsingar að gefnu samþykki í tölvupósti eða í sms skilaboðum um nýjar vörur, sendingar eða um tilboð á vörum og afslætti á vöru.

     • Til að geta sent þér upplýsingar sem eru sérsniðnar að þér, svo sem vörur sem þú kannt að hafa áhuga á, um afslátt af vörum, eða af vörum þú hefur sett í körfu en hefur ekki lokið við kaup á.

     • Til að efna samning okkar við þig um veitingu ákveðinnar þjónustu eða vöru.

     • Til að geta uppfyllt skyldur okkar samkvæmt bókhaldslögum, samkvæmt beiðnum frá opinberum yfirvöldum og stofnunum og öðrum ákvæðum laga.

     • Til að geta skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavélum úr verslun og vörulager.

     • Til að gera þér kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsíðu okkar.

     • Til að geta átt í samskiptum í tengslum við kaup á vörum í gegnum okkar miðla.

     • Til að senda þér mikilvægar upplýsingar sem tengjast þjónustu okkar við þig t.d. upplýsingar um breytingar á skilmálum og annað sem tengist þjónustu okkar við þig.

     • Til að geta greint og gert áætlanir innan fyrirtækisins, við markaðsrannsóknir, til að bæta þjónustu okkar og tekið saman tölfræðilegar upplýsingar í gæða- og markaðsstarfi.

     • Til að gera þér kleift að taka þátt í leikjum, keppnum, kynningarherferðum, könnunum eða öðrum kynningum á okkar vegum. Í einhverjum tilvikum kunna að vera viðbótarupplýsingar sem þú þarft að kynna þér sérstaklega og hvetjum við þig til að gera það.

     Gerist viðskiptavinur brotlegur á einhvern hátat kann að vera unnið með upplýsingar um brot á grundvelli lögmætra hagsmuna fyrirtækisins. Þá kunna brot, eftir eðli málsins að vera tilkynnt til lögreglu. 

     MIÐLUN PERSÓNUPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJA AÐILA

     Til að veita nauðsynlega þjónustu og koma vörum til skila til okkar viðskiptavina áskiljum við okkur rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila. Ludus áskilur sér rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila, slíkur aðili kallast vinnsluaðili samkvæmt persónuverndarlögum og kann að vera þjónustuveitandi, samstarfsaðili, umboðsmaður eða verktaki Lúdus ehf. og veitir fyrirtækinu þjónustu sem óskað hefur verið eftir..

     Ludus kann að vera skylt á grundvelli samninga sem fyrirtækið er aðili að að veita nauðsynlegar upplýsingar um viðskiptavini. Samningar við samstarfsaðila geta krafist þess að persónuupplýsingum sé miðlað og eru meðal annars upplýsingar til þjónustuaðila svo sem flutningsaðila og greiðslumiðlana eða annarra samstarfsaðila.

     Ludus áskilur sér einnig rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila sem veita fyrirtækinu annars konar þjónustu, þar á meðal tölulegum upplýsingum til aðila sem kunna að vinna með fyrirtækinu að markaðsstarfi.

     Öllum þjónustu- og samstarfsaðilum sem vinna með Ludus og hafa fengið aðgang að persónuupplýsingum sem þriðji aðili, er óheimilt samkvæmt skilmálum fyrirtækisins að miðla slíkum upplýsingum áfram til annarra aðila án samþykkis fyrirtækisins.

     Ludus nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir og heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði í meðferð gagna undanskildum þeim ákvæðum sem fjallað er um í skilmálum fyrirtækisins.

     Persónuupplýsingar eru aldrei seldar eða leigðar til þriðja aðila undir nokkrum kringumstæðum.

     Persónuupplýsingum er ekki dreift til þriðja aðila að öðru leyti en því sem fram kemur í skilmálum fyrirtæksins, að samþykki viðskiptavinar liggi fyrir eða að öðrum kosti að ríkar ástæður liggi að baki slíkrar miðlunar. Til viðbótar við uppfyllingu viðskiptasamninga kunna slíkar ástæður að vera á grundvelli lagaskyldu eða lögmætra hagsmuna fyrirtækisins.

     Ludus kann að deila upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með fyrirtækinu við gæða- og markaðsstarf. Ludus afhendir vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerður er við þá samningur þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um einstaklinga öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi. 

     Allir vinnsluaðilar Lúdus ehf. og samstarfsaðilar sem vinna með fyrirtækinu að gæða- eða markaðsmálum hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.

     Ludus tryggir þannig vernd persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglur um persónuvernd eins og þau eru á hverjum tíma. Þar á meðal með mótun öryggisstefnu um meðferð og öryggi persónuupplýsinga og setningu öryggis- og verklagsreglna eins og krafist er í persónuverndarlögum.

     Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Ludus trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni með þar tilgerðum samningi við vinnsluaðila.

     Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar er möguleiki á að Ludus geti ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða veitt þjónustu. Ludus nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Gögn eru geymd eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu og skilmála samninga, nema þegar lög og reglur kveða á um lengri geymslutíma.

     RÉTTINDI NOTENDA TIL AÐGANGS AÐ PERSÓNUPPLÝSINGUM

     Einstaklingar eiga rétt á því að Lúdus ehf. veiti þeim upplýsingar um allar þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Þá kann einnig að vera að einstaklingar hafi rétt á að fá afrit af slíkum upplýsingunum.

     Við ákveðnar aðstæður getur einstaklingur farið fram á það við fyrirtækið að við sendum upplýsingar, sem hann hefur sjálfur látið okkur í té eða stafa frá honum, beint til þriðja aðila. Einstaklingur á rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um hann séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað.

     Við bendum notendum sérstaklega á að þeir geta haft áhrif á söfnun persónuupplýsinga, notendur geta lesið sér frekar til um málið á síðu okkar um vefkökustefnu.

     Vilji einstaklingur ekki láta eyða upplýsingum sínum, t.d. vegna þess að hann þarf á þeim að halda til að verjast kröfu, en vill samt sem áður að þær séu ekki unnar frekar af hálfu fyrirtækisins getur hann óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.

     Sé vinnsla á persónuupplýsingum einstaklings byggð á lögmætum hagsmunum fyrirtækisins á hann einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu. Framangreind réttindi einstaklingsins eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög að skylda fyrirtækið til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur fyrirtækið hafnað beiðni hans vegna réttinda fyrirtækisins, s.s. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji fyrirtækið þau réttindi vega þyngra.

     Réttindi þín til að mótmæla vinnslu í markaðssetningar tilgangi er þó skilyrðislaus. Einstaklingi verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Einstaklingur getur kvartað til Persónuverndar ef Ludus neitar að afhenda honum ákveðnar upplýsingar eða ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu Ludus á persónuupplýsingum. Ef upp koma aðstæður þar sem að fyrirtækið getur ekki orðið við beiðni einstaklings mun fyrirtækið leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

     FORSVARSMENN LÖGAÐILA

     Komi einstaklingur fram fyrir hönd samstarfsaðila Ludus, s.s. birgja, verktaka eða viðskiptamanns sem er lögaðili, kann Ludus að vinna með tengiliða upplýsingar hans, s.s. nafn, símanúmer og tölvupóstfang. Þá kann Ludus að vinna með samskiptasögu og eftir atvikum reikningsupplýsingar. Þessi vinnsla er fyrirtækinu nauðsynleg til að geta uppfyllt skyldur sínar á grundvelli samnings við viðkomandi samstarfsaðila. Þá kann fyrirtækinu að vera skylt að vinna með slíkar upplýsingar á grundvelli lagaskyldu, s.s. bókhaldslaga.

     ÁBENDINGAR OG/EÐA ATHUGASEMDIR FRÁ NOTENDUM

     Ef notandi sendir inn ábendingu eða kvörtun mun Lúdus ehf. almennt vinna með samskiptaupplýsingar hans, s.s. nafn og netfang, og efni þeirrar kvörtunar eða ábendingar sem hann hefur kosið að koma á framfæri. Upplýsingar eru geymdar eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu.

     PÓSTLISTAR OG SKRÁÐIR AÐGANGAR VIÐSKIPTAVINA

     Lúdus ehf. vinnur með tölvupóstfang, sem einstaklingur hefur skráð og samþykkt notkun á fyrirfram, í útsendingum á markpósti til einstaklinga á póstlista fyrirtækisins. Enn fremur getur einstaklingur skráð upplýsingar eins og t.d. nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og kyn. Þá er óskað eftir samþykki til þess að vinna með upplýsingar um kaup hans á vörum og þjónustu Ludus í því skyni að stunda markaðssetningu á vörum og þjónustu Ludus.

     Með skráningu þessara valkvæðu upplýsinga samþykkir einstaklingur að Ludus megi samkeyra upplýsingar um hann úr öðrum viðskiptakerfum fyrirtækisins, s.s. sölukerfi og CRM-kerfi (e. Customer relationship management), til þess að geta veitt betri þjónustu og sent út einstaklingsmiðaðri skilaboð. Þessi vinnsla byggir á samþykki og er einstaklingi alltaf heimilt hvenær sem er að afturkalla samþykki sitt og afskrá sig af póstlista fyrirtækisins með því að ýta á þar til gerðan hlekk í markpóstum eða senda póst í gegnum þennan hlekk: senda póst

     ENDURSKOÐUN PERSÓNVERNDARSTEFNU

     Markmið Lúdus ehf. er að uppfæra persónuverndarstefnu sína svo hún samræmist þeim kröfum sem gerðar eru hverju sinni og fylgi þeim persónuverndarlögum sem sett eru í landinu á hverjum tíma. 
     Persónuverndarstefna fyrirtækisins getur því tekið breytingum án nokkurs fyrirvara.

     Hafir þú ábendingar eða fyrirspurn varðandi persónuverndarstefnu okkar, eða aðrar fyrirspurnir varðandi öflun og varðveislu persónuupplýsinga þinna þá skalt þú ekki hika við að senda okkur tölvupóst í gegnum þennan hlekk: senda póst

     LAGASKILMÁLAR

     Alla skilamála Lúdus ehf. ber að að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila skal í öllum tilvikum reyna að útkljá slíkan ágreining með samningaviðræðum.

     Við bendum viðskiptavinum okkar á að þeir geta leitað sér upplýsinga á vefjum Neytendastofu og hjá Neytendasamtökunum.
     Þá geta viðskiptavinir sent inn kvörtun til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa telji þeir á sér brotið.

     Leiði framangreindar lausnir ekki til farsællar lausnar skal ágreiningur leystur fyrir íslenskum dómstóli í lögsagnarumdæmi Lúdus ehf. Varnarþing Lúdus ehf. er nú í Reykjavík.

     Að öðru leyti en því sem fram kemur í skilmálum Lúdus ehf. gildir um skilmála fyrirtækisins ákvæði gildandi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga eða samkvæmt skilmálum fyrirtæksins byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað.